Íslenski hópurinn gegn Rússum
|
Helena Ólafsdóttir, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í undankeppni EM 2005, en liðin mætast á Laugardalsvelli sunnudaginn 22. ágúst næstkomandi kl. 14:00. Tveir nýliðar eru í hópnum, Erla Steinunn Arnardóttir sem leikur í Svíþjóð og Valsstúlkan Pála Marie Einarsdóttir. Íslenska liðið kemur saman á þriðjudag og æfir daglega fram að leik. |

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






