Sex leikmenn frá Juventus í hópnum
|
Af 21 leikmanni í landsliðshópi Ítala voru 10 í EM-hópi þeirra í sumar. Nokkrir leikmenn eru meiddir, þar á meðal Francesco Totti, Christian Vieri, Antonio Cassano og Fabio Cannavaro, tveir leika á Ólympíuleikunum, Matteo Ferrari og Andrea Pirlo, markverðirnir Francesco Toldo og Angelo Peruzzi eru hættir með landsliðinu, en Lippi ákvað að velja ekki þá Alessandro Del Piero og Christian Panucci. Juventus á flesta fulltrúa í hópnum, eða 6 talsins, Milan og Sampdoria eiga 3 fulltrúa, Inter, Palermo og Valencia eiga 2, en Lazio og Roma einn. |

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






