Byrjunarliðið gegn Rússum
|
Helena Ólafsdóttir, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Rússum í undankeppni EM á sunnudag. Þóra B. Helgadóttir verður í markinu, miðverðir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Erla Hendriksdóttir, bakverðir Íris Andrésdóttir og Málfríður Sigurðardóttir. Á miðjunni verða Edda Garðarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir verða á vængjunum og Olga Færseth fremst. |



.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)



