Sannfærandi sigur á Búlgörum
|
U21 landslið karla vann sannfærandi 3-1 sigur á Búlgörum á Víkingsvelli í kvöld, og skoraði Hannes Sigurðsson, leikmaður norska liðsins Viking Stavanger, öll mörk íslenska liðsins, þar af tvö úr vítaspyrnum. Sigur liðsins á Víkingsvellinum var sá fyrsti sem U21 landslið karla innbyrðir í undankeppni EM síðan árið 2001. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Boltinn gekk lengst af vel á milli manna og og baráttan í liðinu var mjög góð. Hópurinn heldur til Ungverjalands á sunnudag og leikur gegn heimamönnum á þriðjudag. |

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






