Magakveisa hrjáir U21 lið karla
|
Magakveisa hrjáir um helming leikmanna U21 landsliðs karla, en liðið hélt til Ungverjalands í dag og mun leika við heimamenn í undankeppni EM á þriðjudag. Leikmennirnir hafa verið rannsakaðir af lækni og er bráðabirgðaniðurstöðu að vænta á mánudag um hvers eðlis magakveisan er og hvernig leikmennirnir veiktust. Rétt er að benda á að þeir veiktust ekki eftir að hafa borðað á matsölustað á Selfossi, eins og greint hefur verið frá í nokkrum fjölmiðlum. |

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






