Uppselt á fyrri vináttuleik Íslands og Bandaríkjanna
|
Ísland og Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna mætast í tveimur vináttulandsleikjum ytra síðar í mánuðinum. Miðar á fyrri leikinn, sem fram fer á Frontier Field leikvanginum í Rochester 25. september, seldust upp á nokkrum klukkutímum, en leikvangurinn tekur 12.000 manns í sæti. Liðin mætast síðan öðru sinni í á Heinz Field leikvanginum í Pittsburgh 29. september. Leikirnir tveir eru liður í hátíðahöldum bandaríska liðsins eftir sigurinn á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





