U19 karla - Norðmenn of sterkir
|
U19 landslið karla tapaði í dag fyrir Norðmönnum með þremur mörkum gegn engu í undankeppni EM. Norðmenn voru sterkari aðilinn í leiknum lengst af og var sigur þeirra sanngjarn, eins og tölurnar gefa til kynna. Í hinum leik riðilsins vann Austurríki Búlgaríu með tveimur mörkum gegn engu. Næsti leikur okkar pilta er gegn Austurríkismönnum á mánudag. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





