Landsliðshópur Möltu
|
Þjóðverjinn Horst Heese, landsliðsþjálfari Möltu, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir viðureignirnar gegn Íslandi og Búlgaríu í undankeppni HM 2006. Maltverjar leika gegn Íslandi í Valletta á laugardag og gegn Búlgörum á útivelli fjórum dögum síðar. Tveir í hópnum leika utan heimalandsins, Luke Dimech með Mansfield á Englandi og framherjinn Michael Mifsud með Lilleström í Noregi. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





