U19 karla - Lokaumferðin í dag
|
U19 landslið karla leikur í dag lokaleik sinn í undankeppni EM. Mótherjarnir eru Búlgarar og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Hvorugt liðanna á möguleika á að komast áfram í keppninni þar sem þau eru bæði án stiga, en Austurríki og Noregur eru örugg áfram, bæði lið með 6 stig eftir tvo leiki. Lið Íslands í dag er þannig skipað (4-3-3): Beitir er í markinu, Kjartan Ágúst og Ágúst Örlaugur bakverðir, Kristján og Kristinn Darri miðverðir. Á miðjunni eru Hilmar Trausti, Ragnar og Þórir. Fremstir eru Hjálmar og Kjartan Henry og Theodór Elmar leikur aðeins fyrir aftan þá. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





