U21 karla - Sigurmark Möltu í blálokin
|
U21 landslið karla tapaði fyrir Möltu í undankeppni EM í gær. Leikurinn þótti bragðdaufur og lítið um marktækifæri. Sigurmark Maltverja kom með langskoti á síðustu sekúndum leiksins. Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður íslenska liðsins varði vítaspyrnu í leiknum. Næsti leikur liðsins er gegn Svíum á Grindavíkurvelli, þriðjudaginn 12. október og hefst hann kl. 15:30. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





