U21 karla - Byrjunarliðið gegn Svíþjóð
|
U21 landslið karla leikur í dag gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Leikið er á Grindavíkurvelli og hefst leikurinn kl. 15:30. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið byrjunarlið Íslands og stillir upp leikaðferðinni 4-4-2: Bjarni er í markinu, Jónas og Henning bakverðir, Sverrir og Tryggvi miðverðir. Emil og Ingvi eru á köntunum, Davíð Þór og Ólafur Ingi inni á miðjunni. Hannes og Hörður eru fremstir. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





