KSÍ sækir um lokakeppni EM U19 kvenna
|
KSÍ hefur lagt inn umsókn til UEFA um að lokakeppni EM U19 landsliða kvenna verði haldin hér á landi árið 2007, en KSÍ á einmitt 60 ára afmæli sama ár. Að mörgu er að hyggja varðandi umsókn um lokakeppni af þessu tagi og liggur mikil vinna á bak við umsókn KSÍ. Síðar í mánuðinum er von á fulltrúum UEFA hingað til að lands til að líta á aðstæður, skoða hótel, knattspyrnuvelli og fleira. Ákvörðun UEFA um staðsetningu lokakeppninnar liggur væntanlega fyrir í byrjun næsta árs. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





