A kvenna - Keppt um sæti í lokakeppni EM
|
A landslið kvenna mætir Norðmönnum í næsta mánuði í umspili um sæti í lokakeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram í Egilshöll 10. nóvember, en sá síðari í Valhöll í Osló 13. nóvember. Finnar tryggðu sér á dögunum sæti í lokakeppninni með sigri á Rússum í umspili og Ítalir mæta Tékkum í tveimur leikjum í nóvember. Lokakeppnin fer fram á Englandi á næsta ári og hafa Svíar, Danir og Frakkar þegar tryggt sér sæti þar, ásamt mótshöldurum Englendinga og núverandi meisturum Þjóðverja. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





