Síðari leikurinn á laugardag
|
A landslið kvenna leikur á laugardag síðari leik sinn gegn Norðmönnum í umspili um sæti í lokakeppni EM, sem fram fer í Englandi á næsta ári. Leikurinn fer fram innandyra í Valhöll í Osló, líkt og fyrri leikur liðanna í Egilshöll á miðvikudag, sem Norðmenn unnu sannfærandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 14:00. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





