U19 karla - Tveir vináttulandsleikir gegn Svíum
Knattspyrnusambandið hefur gert samkomulag við sænska knattspyrnusambandið um að U19 landslið þjóðanna leiki tvo vináttulandsleiki hér á landi 7. og 9. júní. Það er því ljóst að öll karlalandsliðin mæta Svíum á árinu, A liðið í HM og U21 og U17 í Evrópukeppnum auk þessara vináttulandsleikja hjá U19.


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





