A kvenna - Leikið gegn Skotum í maí
|
Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttuleik gegn Skotlandi ytra 25. maí næstkomandi, en þessi sömu lið mættust einmitt í Egilshöll í mars á síðasta ári og vann þá íslenska liðið 5-1 sigur. Leikstaður verður McDiarmid Park í Perth, heimavöllur St. Johnstone, sem leikur í úrvalsdeild karla í Skotlandi. Þess má geta að karlalið FH lék á þessum sama velli gegn Dunfermline í UEFA-bikarnum á síðasta ári. |



.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)




