Gunnar Heiðar í stað Hjálmars
|
Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Ítalíu. Hjálmar Jónsson, leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð, er meiddur og í hans stað hafa þeir Ásgeir og Logi valið Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem leikur með sænska liðinu Halmstad. Gunnar Heiðar hefur leikið með öllum yngri landsliðunum, en á eftir að leika með A-liðinu. Hann var reyndar í hópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Ítölum í ágúst á síðasta ári, en kom ekki við sögu. |



.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)




