Fjórir nýliðar í íslenska hópnum gegn Ítalíu
|
Leikmannahópur íslenska landsliðsins er nokkuð breyttur fyrir vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova frá leiknum gegn Króötum síðasta laugardag. Í hópnum nú eru fjórir leikmenn sem ekki hafa leikið A-landsleik. Kári Árnason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson voru valdir í upphaflega hópinn, Hannes Þorsteinn Sigurðsson kom inn fyrir Eið Smára Guðjohnsen og Emil Hallfreðsson kom síðan inn í hópinn á mánudag. Ólafur Ingi Skúlason kom í hópinn á sama tíma og Emil, en Ólafur á einn landsleik að baki, lék gegn Mexíkó í nóvember 2003. |




.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)



