Upp um sjö sæti á FIFA-listanum
Íslenska landsliðið hefur hækkað um sjö sæti á styrkleikalista FIFA frá því í síðasta mánuði. Liðið er nú í 90. sæti. Efstu þrjú sætin eru óbreytt - Brasilía efst, Tékkland í öðru sæti og Argentína í því þriðja - en Hollendingar draga nokkuð á efstu liðin og eru nú í fjórða sæti.






.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)



