Byrjunarlið Íslands gegn Hvíta-Rússlandi
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum í undankeppni HM 2007 á Laugardalsvelli á sunnudag. Ásthildur Helgadóttir er fyrirliði liðsins og leikur í framlínunni, eins og hún hefur gert með góðum árangri með liði Malmö í sænsku deildinni.
Um er að ræða fyrsta leik íslenska liðsins í undankeppninni og því er gríðarlega mikilvægt að fólk fjölmenni á Laugardalsvöll og styðji við bakið á liðinu.
Leikurinn hefst kl. 14:00 og er aðgangur ókeypis.
Byrjunarlið Íslands (4-4-2)
Markvörður:  Þóra B. Helgadóttir.
Varnarmenn:  Erla Hendriksdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Erna B. Sigurðardóttir.
Tengiliðir:  Ólína G Viðarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir og Dóra María Lárusdóttir.
Framherjar:  Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) og Margrét Lára Viðarsdóttir.





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)



