Tímamótaleikur hjá Guðrúnu Sóleyju
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir leikur væntanlega tímamótaleik fyrir A landslið kvenna á sunnudag, þegar Ísland mætir Svíþjóð í Karlskoga í undankeppni HM 2007. Taki Guðrún þátt í leiknum eins og búast má við verður það 25. landsleikur hennar.
Guðlaug Jónsdóttir nálgast einnig stóran áfanga í landsleikjafjölda, en ef hún tekur þátt í leiknum gegn Svíum leikur hún 49. leik sinn fyrir A landsliðið.
Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.
.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)


