Tvær breytingar á U21 hópnum gegn Króatíu
Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 hópnum sem mætir Króatíu á KR-vellinum í undankeppni EM á föstudag.
Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður, og Viktor Bjarki Arnarsson, báðir leikmenn Fylkis, geta ekki tekið þátt í leiknum.
Í þeirra stað hefur Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, valið þá Magnús Þormar, markvörð úr Keflavík, og Eyjólf Héðinsson úr Fylki.

.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)

