Landsliðsmenn heimsóttu langveik börn í Rjóðri
Landsliðsmennirnir Gylfi Einarsson, Hermann Hreiðarsson og Tryggvi Guðmundsson heimsóttu Rjóður - hjúkrunarheimili fyrir langveik börn - þegar þeir komu til landsins fyrir leikinn gegn Króatíu á dögunum.

Þeir félagar gáfu eiginhandaráritanir og ýmsar aðrar gjafir, brugðu á leik og spjölluðu við krakkana. Heimsóknin var í samstarfi KSÍ og Coca-Cola og höfðu bæði leikmennirnir og ungir aðdáendur þeirra í Rjóðri mikið gaman af.

Rjóður er til húsa hjá Landspítala Kópavogi og er þar rými fyrir 10 langveik börn í einu í endurhæfingu og aðhlynningu, en alls eru um 30-40 börn hér á landi talin þurfa á þjónustu af þessu tagi að halda - þó ekki samfellt. Rekstur heimilisins er í höndum Landspítalans en tengist Barnaspítala Hringsins faglega.


.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)

