Sænski hópurinn gegn Króatíu og Íslandi
Svíar hafa tilkynnt gríðarsterkan 22 manna landsliðshóp fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni HM 2006, gegn Króatíu í Zagreb 8. október og Íslandi á Råsunda í Stokkhólmi 12. október. Nú þegar hafa selst um 31.000 miðar á leikinn gegn Íslandi.
Sigri Svíar Króata í Zagreb tryggja þeir sér efsta sæti 8. riðils fyrir leikinn gegn Íslandi. Geri Króatar og Svíar jafntefli heldur sænska liðið efsta sæti riðilsins, en verður að vinna Ísland í lokaumferðinni til að halda sér örugglega þar.
Markatala Svía í riðlinum er ótrúleg, þeir hafa skorað 27 mörk og aðeins fengið á sig tvö, en annað þeirra kom í eina tapi liðsins í undankeppninni, gegn Króatíu á Råsunda í 2. umferð.
Leikmenn Svía eru á mála hjá félögum víðs vegar um Evrópu - 10 leikmenn af 22 leika á Norðurlöndum, en aðrir leika í Frakklandi, Hollandi, Englandi, Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Belgíu.
Um afar reynslumikinn hóp er að ræða, enda hafa allir leikmennirnir nema tveir leikið yfir 10 A-landsleiki. Leikjahæstur er framherjinn Henrik Larsson, sem leikur með spænska stórliðinu Barcelona, og hann er jafnframt markahæstur. Larsson hefur leikið 85 sinnum með sænska landsliðinu og skorað 33 mörk.
Landsliðshópur Svía
|
Leikmaður |
Félag |
L |
M |
|
Eddie Gustafsson (M) |
Ham-Kam Fotball |
6 |
- |
|
Andreas Isaksson (M) |
Stade Rennais FC |
35 |
- |
|
Christoffer Andersson |
Lillestrøm SK |
21 |
- |
|
Erik Edman |
Stade Rennais FC |
32 |
1 |
|
Petter Hansson |
SC Heerenveen |
11 |
- |
|
Teddy Lucic |
BK Häcken |
75 |
- |
|
Olof Mellberg |
Aston Villa FC |
59 |
2 |
|
Mikael Nilsson |
Panathinaikos FC |
25 |
3 |
|
Alexander Östlund |
Feyenoord |
18 |
- |
|
Niclas Alexandersson |
IFK Göteborg |
80 |
7 |
|
Marcus Allbäck |
FC København |
52 |
23 |
|
Daniel Andersson |
Malmö FF |
44 |
- |
|
Johan Elmander |
Brøndby IF |
14 |
6 |
|
Zlatan Ibrahimovic |
Juventus FC |
35 |
17 |
|
Mattias Jonson |
Djurgårdens IF |
48 |
9 |
|
Kim Källström |
Stade Rennais FC |
29 |
3 |
|
Henrik Larsson |
FC Barcelona |
85 |
33 |
|
Tobias Linderoth |
FC København |
52 |
1 |
|
Fredrik Ljungberg |
Arsenal FC |
54 |
12 |
|
Markus Rosenberg |
AFC Ajax |
5 |
2 |
|
Anders Svensson |
IF Elfsborg |
59 |
12 |
|
Christian Wilhelmsson |
RSC Anderlecht |
24 |
2 |


.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)

