Miðasala á Trinidad & Tobago - Ísland
KSÍ hefur fengið miða til sölu á landsleikinn við Trinidad og Tobago 28. febrúar á Loftus Road leikvanginum í London. Stuðningsmönnum íslenska liðsins hefur verið úthlutað sætum í School End Upper. Miðaverð er kr. 2.500 fyrir fullorðna og kr. 600 fyrir yngri en 16 ára.
Áhugasamir sendi tölvupóst á ragga@ksi.is með upplýsingum um hversu marga miða þeir vilja kaupa og greiðslukortanúmeri.

Vissir þú þetta um Loftus Road?
- Leikvangurinn var upphaflega byggður árið 1904.
- Enska knattspyrnuliðið Queens Park Rangers (QPR) leikur heimaleiki sína þar.
- Leikvangurinn tekur rúmlega 19 þúsund manns í sæti.
- Á 9. áratugnum var gervigras á vellinum.


.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)

