Kári Árnason ekki með gegn T&T
Kári Árnason, leikmaður sænska liðsins Djurgården, er meiddur og getur því ekki tekið þátt í vináttulandsleiknum gegn Trinidad & Tobago, sem fram fer í Lundúnum á þriðjudag.
Að svo stöddu hefur annar leikmaður ekki verið valinn í hópinn í stað Kára.
Liðin mætast á Loftus Road, heimavelli QPR, og hefst bein útsending Sýnar kl. 19:30.



.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)