Glæsimark frá Yorke og umdeild vítaspyrna
A landslið karla tapaði vináttulandsleik gegn Trinidad & Tobago á Loftus Road á þriðjudagskvöld með tveimur mörkum frá Dwight Yorke. Fyrra markið kom eftir um tíu mínútna leik og var ansi glæsilegt, en síðara markið kom úr heldur umdeildri vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik.
Íslenska liðið átti nokkra góða kafla í leiknum, en greinilegt var að liðið á eftir að stilla saman strengi sína undir stjórn nýs þjálfara, Eyjólfs Sverrissonar, og vináttuleikur eins og þessi er einmitt liður í því.
Byrjunarlið Íslands gegn Trinidad & Tobago

Efri röð frá vinstri: Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson, Stefán Gíslason, Hermann Hreiðarsson, Ívar Ingimarsson, Helgi Valur Daníelsson.
Neðri röð frá vinstri: Heiðar Helguson, Árni Gautur Arason, Emil Hallfreðsson, Indriði Sigurðsson, Jóhannes Karl Guðjónsson.



.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)
