Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist
Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist undanfarin ár. Þjálfarar hjá félögunum í Landsbankadeild karla hafa ekki verið nein undantekning þar á.
Á hverju ári þurfa þjálfarar karlaflokkanna hjá félögunum í Landsbankadeild karla að uppfylla kröfur leyfiskerfisins um menntun þjálfara, en þessar kröfur eru eftirfarandi:
Þjálfari meistaraflokks karla skal hafa lokið VI. stigi KSÍ eða E-stigi KSÍ, (en fljótlega verður gerð krafa um UEFA A þjálfaragráðu).
Þjálfari 2. 3. og 4. flokks skal hafa lokið UEFA B þjálfaragráðu.
Þjálfari 5. flokks og yngri skal hafa lokið við KSÍ II þjálfaranámskeiðið.
Fyrir knattspyrnusumarið framundan eru einungis þjálfarar 5 flokka ekki með tilskilda menntun (sem samsvarar 6,3% allra flokka hjá félögunum í Landsbankadeild karla) og í þeim tilfellum fá félögin peningasekt.
Góðu fréttirnar eru þær að þjálfarar 74 flokka (sem samsvarar 93.7% allra flokka hjá félögunum í Landsbankadeild karla) hafa tilskilda menntun til þess.
| Menntun þjálfara hjá félögum í Landsbankadeild karla 2004 - 2006 | ||||||||
| Fjöldi flokka þar sem þjálfari uppfyllti ekki kröfur leyfiskerfisins um menntun: | ||||||||
| 2004 | 2005 | 2006 | ||||||
| Breiðablik | * | * | 0 | |||||
| FH | 2 | 1 | 1 | |||||
| Fram | 2 | 1 | * | |||||
| Fylkir | 3 | 3 | 0 | |||||
| Grindavík | 3 | 0 | 0 | |||||
| ÍA | 1 | 0 | 0 | |||||
| ÍBV | 3 | 1 | 1 | |||||
| KA | 3 | * | * | |||||
| Keflavík | 3 | 2 | 0 | |||||
| KR | 1 | 3 | 1 | |||||
| Valur | * | 2 | 1 | |||||
| Víkingur R | 1 | * | 1 | |||||
| Þróttur | * | 1 | * | |||||
| Alls | 22 | 14 | 5 | |||||
| * ekki í Landsbankadeild | ||||||||
| Ekkert félag uppfyllti allar kröfurnar árið 2004 | ||||||||
| 2 félög uppfylltu allar kröfurnar árið 2005 (Grindavík og ÍA) | ||||||||
| 5 félög uppfylltu allar kröfurnar árið 2006 (Breiðablik, Fylkir, Grindavík, ÍA og Keflavík) | ||||||||









