Eiði Smára gefið frí gegn Spánverjum
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki með í vináttulandsleiknum gegn Spáni. Í samráði við lækna íslenska liðsins og landsliðsþjálfara var ákveðið að gefa Eiði frí í þessum leik.
Eiður hefur verið í miklu og ströngu ferðalagi með félagsliði sínu í Bandaríkjunum og Mexíkó undanfarnar vikur. Var ákveðið, með tilliti til verkefna Eiðs á næstunni með Barcelona og íslenska landsliðinu, að gefa fyrirliðanum frí í þessum leik gegn Spáni.




.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)