Jörundur velur hópinn gegn Bandaríkjunum
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er heldur til Bandaríkjanna og leikur þar vináttulandsleik gegn heimamönnum. Leikurinn fer fram í Richmond Stadium í Virginíufylki, 8. október og hefst kl. 14:05 að staðartíma.
Bandaríska liðið er geysilega sterkt og er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA yfir kvennalandslið. Verkefnið er því gríðarlega spennandi fyrir stelpurnar enn í íslenska hópnum er einn nýliði. Það er Helga Sjöfn Jóhannesdóttir úr Stjörnunni.




.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)