Dómgæslan á Algarve Cup 2007 í umsjón FIFA
Dómgæslan á Algarve Cup 2007 er í umsjón FIFA og eru þeir dómarar valdir sem möguleika eiga á því að dæma í næstu úrslitakeppni HM í Kína. Yfirbragðið er því ákaflega alþjóðlegt á dómurum mótsins.
Í fyrsta leik Íslands gegn Ítalíu í dag kemur t.a.m. dómari leiksins, Estela Alvarez, frá Argentínu. Henni til aðstoðar eru þær Marlene Leyton frá Perú og Mana Dzodope frá Togo. Fjórði dómari leiksins er svo frá Portúgal.


.jpg?proc=760)



.jpg?proc=760)

