U19 hópurinn fyrir úrslitakeppnina tilkynntur
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahópinn sem tekur þátt í úrslitakeppni EM fyrir hönd Íslands, en keppnin fer fram hér á landi og hefst í næstu viku.
Um er að ræða hóp 18 leikmanna frá 8 félögum. Margir leikmannanna leika stórt hlutverk í meistaraflokksliðum sinna félaga og verður spennandi að fylgjast með þessum ungu og efnilegu leikmönnum í mótinu.
.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





