Bakhjarlar liðanna
Samstarfsaðilar KSÍ - Alltaf í boltanum með KSÍ - hafa tekið að sér að vera bakhjarlar aðkomuliðanna sjö í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi og hefst á miðvikudag.
Hver og einn samstarfsaðili hefur þannig tekið að sér að gefa stuðningsmönnum "síns liðs" gjafir á leikvöllunum sem það lið leikur hverju sinni til að auðkenna þann stuðningsmannahóp. Öll fyrirtækin styðja síðan að sjálfsögðu við bakið á íslenska liðinu.
Fyrirtækjunum sjö hefur verið skipt þannig á aðkomuliðin sjö:
| samstarfsaðili | lið | ||
|---|---|---|---|
| Vodafone | Danmörk | ||
| VÍS | Þýskaland | ||
| Mastercard | Spánn | ||
| Landsbankinn | Frakkland | ||
| Coca-Cola | Pólland | ||
| Icelandair | England | ||
| Íslenskar getraunir | Noregur |

.jpg?proc=760)


.jpg?proc=760)



.jpg?proc=760)