Annar sigur á Skotum hjá U19 karla
Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði jafnaldra sína frá Skotlandi í dag í vináttulandsleik. Leikurinn fór fram á Njarðvíkurvelli og lauk með sigri Íslands, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik.
Íslendingar voru heldur sterkari aðilinn í leiknum og voru óheppnir að bæta ekki við fleiri mörkum í leiknum en mark Gylfa var eina mark leiksins.
Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Keflavíkurvelli en vegna vallaraðstæðna þar varð að færa leikinn á Njarðvíkurvöll

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





