Tap hjá U19 karla gegn Englendingum
Íslenska U19 karlalandsliðið töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM. Leikið var gegn heimamönnum, Englendingum og lágu íslensku strákarnir með fimm mörkum gegn einu. Á sunnudaginn verður leikið gegn Belgum sem unnu Rúmena í dag með fjórum mörkum gegn engu.
Það var Aron Einar Gunnarsson sem skoraði mark Íslendinga og jafnaði leikinn 1-1. Staðan í hálfleik var markalaus en flóðgáttir opnuðust í þeim seinni og mörkin urðu alls sex talsins.


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)




