Óskar inn í hópinn hjá U19 karla
Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, heldur til Noregs í dag þar sem U19 karla leikur í milliriðli fyrir EM 2008. Kemur hann í stað Ögmundar Kristinssonar sem varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Noregi í gær og getur ekki leikið í þeim tveimur leikjum sem eftir eru.
Íslendingar mæta Ísrael á þriðjudaginn og leika svo gegn Búlgaríu á föstudaginn.
.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





