Ísland í 97. sæti á FIFA-listanum
Ísland er í 97. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið og hækkar um eitt sæti. Evrópumeistarar Spánverja halda efsta sætinu og Þjóðverjar fara upp fyrir Ítali í 2. sætið. Ef aðeins Evrópuþjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland í 41. sæti. Azerbaijan, sem heimsækir okkur Íslendinga og leikur vináttulandsleik á Laugardalsvellinum þann 20. ágúst næstkomandi, er í 138. sæti á heildarlistanum og 48. sæti í Evrópu.

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





