Hjörtur Logi og Jón Vilhelm inn í U21 hópinn
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Austurríki og Slóvakíu á næstu dögum. Þeir Hjörtur Logi Valgarðsson úr FH og Jón Vilhelm Ákason úr ÍA koma inn í hópinn. Þeir koma í stað Guðmundar Kristjánssonar og Rúriks Gíslasonar sem eru meiddir.
.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





