Fleiri breytingar á U21 hópnum
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert þrjár breytingar á hóp sínum fyrir vináttulandsleik gegn Dönum næstkomandi föstudag. Eyjólfur hefur valið þá Almar Ormarsson Fram, Kristin Jónsson Breiðabliki og Eið Aron Sigurbjörnsson ÍBV í hópinn. Þeir koma í stað Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Guðmundar Steins Hafsteinssonar og Rafns Andra Haraldssonar.
.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





