Íslenskur dómarakvartett í Evrópudeild UEFA
Íslenskur dómarakvartett verður á leik austurríska liðsins FK Austria Wien og FC Metallurh Donetsk frá Úkraínu. Um er að ræða síðari viðureign liðanna í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fer fram á Franz Horr-leikvanginum í Vín.
Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson, aðstoðardómarar þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson, og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson. Eftirlitsmaður leiksins kemur frá Möltu og heitir Carmelo Bartolo.
| |
|||
|---|---|---|---|
| |
|
||








.jpg?proc=760)

