Mætum snemma á völlinn og öll bláklædd
Eins og kunnugt er mætast Ísland og Noregur á Laugardalsvelli á laugardag kl. 18:45. Þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni HM 2010. Fólk er hvatt til að mæta snemma á völlinn til að lenda ekki í biðröð utan við leikvanginn. Mætum öll í bláum fötum og litum stúkuna bláa!
Þá er einnig um að gera að heilsa upp á stelpurnar með andlitsmálninguna og láta mála lítinn fána á kinnina, já eða jafnvel bara stíga skrefið til fulls og láta mála allt andlitið á sér ...
Allir á völlinn, tímanlega og í bláum litum!




.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)