Ísland niður um 2 sæti í styrkleikalista FIFA
Ísland fellur niður um 2 sæti á styrkleikalista FIFA en nýr styrkleikalisti karlalandsliða var gefinn út í dag. Ísland er í 94. sæti listans en Spánverjar verma efsta sætið á þessum lista. Litlar hreyfingar eru á listanum á meðal Evrópuþjóða en nýlokin Afríkukeppni setur svip á listann. Þannig eru efstu níu sætin óbreytt frá síðasta lista en nýkrýndir Afríkumeistarar, Egyptaland, komast í tíunda sætið.

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





