Mexíkó - Ísland í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
Íslenska landsliðið er nú komið til Charlotte í Norður Karólínuríki Bandaríkjanna en á morgun, miðvikudag, verður leikinn vináttulandsleikur gegn Mexíkó á Bank of America vellinum. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 23:50 annað kvöld.
Miðasala á leikinn hefur gengið vel og er búið að selja rúmlega 60.000 miða en völlurinn sem leikið er á, tekur 72.500 manns í sæti.
Hópurinn æfði á keppnisvellinum í gær og fer vel um hópinn í Charlotte.
Hópur Mexíkó
Líkt og hjá íslenska liðinu, er leikmannahópur Mexíkó skipaður leikmönnum sem leika í sínu heimalandi. Þó svo að vanti leikmenn er
leika með félagsliðum í Evrópu eru í hópnum margir fastamenn landsliðsins og leikmenn sem leika munu í úrslitakeppni HM í sumar. Leikreyndastur leikmannanna er miðjumaðurinn Gerardo Torrado en hann hefur leikið 121 landsleik. Hópurinn er annars þannig skipaður:
| Francisco Guillermo Ochoa | Markvörður | América |
| Luis Ernesto Michel | Markvörður | Guadalajara |
| Efraín Juárez | Varnarmaður | UNAM |
| Paúl Aguilar | Varnarmaður | Pachuca |
| Jonny Magallón | Varnarmaður | Guadalajara |
| Juan Carlos Valenzuela | Varnarmaður | América |
| Jorge Torres Nilo | Varnarmaður | Atlas |
| Jesús Molina | Miðjumaður | Tigres |
| Adrián Aldrete | Miðjumaður | Monarcas |
| Gerardo Torrado | Miðjumaður | Cruz Azul |
| Israel Castro | Miðjumaður | UNAM |
| Braulio Luna | Miðjumaður | San Luis |
| Adolfo Bautista | Sóknarmaður | Guadalajara |
| Alberto Medina | Sóknarmaður | Guadalajara |
| Pablo Barrera | Sóknarmaður | UNAM |
| Angel Eduardo Reyna | Sóknarmaður | América |
| Miguel Sabah | Sóknarmaður | Monarcas |
| Vicente Matías Vuoso | Sóknarmaður | Santos |



.jpg?proc=760)


.jpg?proc=760)

