Aron meiddist á æfingu og verður ekki með á laugardag
Aron Einar Gunnarsson meiddist á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli á fimmtudag og getur ekki tekið þátt í vináttulandsleiknum gegn Andorra á Laugardalsvelli á laugardag. Aron lenti í samstuði við annan leikmann og meiddist á fæti. Ekki verður kallað á annan leikmann í hópinn. Leikurinn við Andorra fer sem fyrr segir fram á laugardag og hefst kl. 16:00.




.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)


