Norðurlandamót U17 karla - Strákarnir höfnuðu í 5. sæti
Strákarnir í U17 luku leik á Norðurlandamótinu sem fram fór í Finnlandi með því að leggja Skota í leik um 5. sætið. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1 - 1 og jafnaði Hjörtur Hermannsson úr vítaspyrnu þegar skammt var eftir af leiknum. Var þá gripið til vítaspyrnukeppni, sem var löng og ströng en strákarnir fóru með sigur af hólmi, 7 - 6.



.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)



