Ítalskur dómarakvartett á föstudag
Það verður ítalskur dómarakvartett á viðureign Íslands og Noregs á Laugardalsvelli á föstudag. Dómarinn heitir Luca Banti. Leikurinn hefst kl. 19:00 og er fyrstu leikur liðanna í undankeppni EM 2012.
Dómaraeftirlitsmaður leiksins kemur frá Danmörku og eftirlitsmaður UEFA er frá Wales.
| Dómari | Luca Banti (ITA) |
| Aðstoðardómari 1 | Luca Maggiani (ITA) |
| Aðstoðardómari 2 | Elenito Di Liberatore (ITA) |
| 4. dómari | Daniele Orsato (ITA) |
| Dómaraeftirlitsmaður | Peter Mikkelsen (DEN) |
| Eftirlitsmaður UEFA | Peter Rees (WAL) |




.jpg?proc=760)


.jpg?proc=760)
