Guðrún Fema dæmir í Noregi
Guðrún Fema Ólafsdóttir verður með flautuna á morgun, þriðjudaginn 25. október, þegar hún dæmir leik Noregs og Svíþjóðar en þarna leika U23 kvennalið þjóðanna. Þessi vináttulandsleikur fer fram í Bergen í Noregi en aðrir dómarar leiksins verða norskir.
Þá munu þeir Þorvaldur Árnason og Birkir Sigurðarson vera að störfum í Lúxemborg en þar verður leikinn riðill í undankeppni EM U17 karla. Þorvaldur mun dæma leiki þar og Birkir verður aðstoðardómari. Auk heimamanna leika þar Norður Írar, Frakkar og Færeyingar. Riðillinn verður leikinn 28. október til 2. nóvembers








.jpg?proc=760)
