Breytingar á landsliðshópum hjá A kvenna og U19 kvenna
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur á Algarve Cup, 29. febrúar - 7. mars. Anna María Baldursdóttir úr Stjörnunni kemur inn í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er meidd.
Anna María var upphaflega í hópnum hjá U19 kvenna sem leikur á La Manga í mars og hefur því Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valið Söndru Maríu Jessen úr Þór í hennar stað.



.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)
