U19 landsliðshópur kvenna fyrir milliriðil
U19 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir EM í Hollandi um mánaðamótin. Ásamt heimamönnum og Íslendingum eru Frakkar og Rúmenar í riðlinum. Sigurvegarinn í riðlinum fer beint í úrslitakeppnina ásamt því liði sem er með bestan árangur í 2. sæti úr öllum milliriðlunum.
Sjá nánar um mótið á vef UEFA.
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið leikmannahóp Íslands, 18 leikmenn úr 9 félagsliðum. Valsstúlkur mynda þriðjung hópsins.
U19 landslið kvenna
| Nafn | Félag | FD |
| Lára Kristín Pedersen | Afturelding | 230594 |
| Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik | 230893 |
| Fjolla Shala | Breiðablik | 200393 |
| Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir | Breiðablik | 191193 |
| Aldís Kara Lúðvíksdóttir | FH | 071094 |
| Guðrún Valdís Jónsdóttir | ÍA | 010793 |
| Sigríður Lára Garðarsdóttir | ÍBV | 110394 |
| Guðmunda B. Óladóttir | Selfoss | 300194 |
| Anna María Baldursdóttir | Stjarnan | 280894 |
| Glódís Perla Viggósdóttir | Stjarnan | 270695 |
| Írunn Þorbjörg Aradóttir | Stjarnan | 260594 |
| Elín Metta Jensen | Valur | 010395 |
| Katrín Gylfadóttir | Valur | 010893 |
| Svava Rós Guðmundsdóttir | Valur | 111195 |
| Telma Hjaltalín Þrastardóttir | Valur | 290395 |
| Telma Ólafsdóttir | Valur | 310793 |
| Þórdís María Aikman | Valur | 240893 |
| Sandra María Jessen | Þór | 180195 |


.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)

