Sterkt landslið Sviss
Diego Benaglio hefur haldið markmannsstöðunni í nokkurn tíma, en Yann Sommer er farinn að gera tilkall til hennar. Stephan Lichtsteiner þykir einn af betri bakvörðum í Evrópu og hefur fest sig í sessi hægra megin í vörn ítalska liðsins Juventus. Nóg er af skapandi miðjumönnum og vængmönnum og nægir þar að nefna Tranquillo Barnetta, Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka. Vörnin nýtur svo verndar frá vinnuhestum eins og Valon Behrami, sem leikur jafnan í stöðu varnartengiliðs.